fbpx
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 2 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:25

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
3 sæti – KR
4 sæti – Stjarnan
5 sæti – Breiðablik
6 sæti – KA
7 sæti – Fjölnir
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

FH – 2. sæti
Það eiga sér stað í fyrsta sinn í mörg ár gríðarlegar breytingar á liði FH en Heimir Guðjónsson var rekinn úr starfi síðasta haust eftir magnað starf í Kaplakrika. Heim er mættur Ólafur Kristjánsson sem starfað hefur í Danmörku síðustu ár. Ólafur er að setja saman nýtt lið og það gæti tekið eitthvað inn í sumarið að hlutirnir smelli saman, ef mið skal taka af frammistöðu og úrslitum FH. FH er með valinn mann í hverju rúmi og getur vel blandað sér í baráttu um þann stóra. FH hefur fengið til sín tíu leikmenn í vetur og átta af þeim gætu farið strax inn í byrjunarliðið, það segir allt um þær breytingar sem eru í Krikanum.

Lykilmaður – Davíð Þór Viðarsson
X-faktor – Zeiko Lewis
Þjálfari – Ólafur Kristjánsson

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida (Láni)
Viðar Ari Jónsson (Láni)
Zeiko Lewis
Rennico Clarke
Egill Darri Makan
Geoffrey Castillion
Guðmundur Kristjánsson
Hjörtur Logi Valgarðsson
Kristinn Steindórsson
Rennico Clarke

Farnir:
Böðvar Böðvarsson
Bergsveinn Ólafsson
Kassim Doumbia
Matija Dvornekovic
Emil Pálsson
Guðmundur Karl Guðmundsson
Jón Ragnar Jónsson
Hörður Ingi Gunn­ars­son
Veigar Páll Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 3 klukkutímum

Costa þurfti að taka upp veskið

Costa þurfti að taka upp veskið
433
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið West Ham og Chelsea – Munu sakna hans í dag

Byrjunarlið West Ham og Chelsea – Munu sakna hans í dag
433
Fyrir 5 klukkutímum

Vill fá Sane frá Manchester City – Zlatan með áhugavert tilboð

Vill fá Sane frá Manchester City – Zlatan með áhugavert tilboð
433
Fyrir 18 klukkutímum

Besta byrjun í sögu Liverpool

Besta byrjun í sögu Liverpool
433
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði eitt fallegasta mark ársins í dag – Sjáðu meistaraverk McGinn

Skoraði eitt fallegasta mark ársins í dag – Sjáðu meistaraverk McGinn
433
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham hafði betur gegn Brighton

Tottenham hafði betur gegn Brighton
433
Fyrir 22 klukkutímum

Mourinho óánægður með sína menn: Áttum þessa refsingu skilið

Mourinho óánægður með sína menn: Áttum þessa refsingu skilið
433
Fyrir 23 klukkutímum

Jón Daði raðar inn mörkum – Birkir í kuldanum

Jón Daði raðar inn mörkum – Birkir í kuldanum