fbpx
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 4 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 10:00

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
5 sæti – Breiðablik
6 sæti – KA
7 sæti – Fjölnir
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

Stjarnan – 4. sæti
Stjarnan er orðið stórt félag í íslenskri knattspyrnu og kröfurnar eru miklar í Garðabæ, liðið er þó að margra mati ögn slakara en síðustu ár. Stjarnan hefur lítið styrkt lið sitt í vetur og fengið tvo leikmenn frá Víkingi Ólafsvík sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Liðið missti Hólmbert Aron Friðjónsson út í atvinnumennsku en hann var mikilvægur hluti af leikstíl liðsins. Stjarnan er hins vegar með sterkt byrjunarlið sem getur á góðum degi keppt við Val og önnur af stærri liðum deildarinnar. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur fengið mikinn tíma með liðið en frá því að það varð Íslandsmeistari árið 2014 hefur það lítið gert í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.

Lykilmaður – Guðjón Baldvinsson
X-faktor – Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Þjálfari – Rúnar Páll Sigmundsson

Komn­ir:
Guðjón Orri Sig­ur­jóns­son
Þor­steinn Már Ragn­ars­son
Guðmund­ur Steinn Haf­steins­son
Terr­ance Dieterich

Farn­ir:
Ágúst Leó Björns­son
Dag­ur Aust­mann Hilm­ars­son
Máni Aust­mann Hilm­ars­son (Láni)
Ólaf­ur Karl Fin­sen
Sveinn Sig­urður Jó­hann­es­son
Hólm­bert Aron Friðjóns­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Plús og mínus – Hann er kaldur sem ís

Plús og mínus – Hann er kaldur sem ís
433
Fyrir 4 klukkutímum

Stjarnan og KA skildu jöfn

Stjarnan og KA skildu jöfn
433
Fyrir 5 klukkutímum

Andri Rúnar með tvennu er Helsingborg fór á toppinn – Kominn með 12 mörk

Andri Rúnar með tvennu er Helsingborg fór á toppinn – Kominn með 12 mörk
433
Fyrir 5 klukkutímum

Meistaradeildin: Ajax með sigur – Jafnt í Úkraínu

Meistaradeildin: Ajax með sigur – Jafnt í Úkraínu
433
Fyrir 6 klukkutímum

Pochettino staðfestir áhuga á leikmanni Inter – Valdi frekar Monaco

Pochettino staðfestir áhuga á leikmanni Inter – Valdi frekar Monaco
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks