fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Solskjær útskýrir af hverju Lukaku var ekki með

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. júlí 2019 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli þegar Romelu Lukaku tók ekki þátt í leik Manchester United og Perth Glory í gær.

Lukaku er mikið orðaður við brottför þessa dagana en hann er sagður vera óánægður á Old Trafford.

Lukaku tók ekki þátt í 2-0 sigri á ástralska liðinu en United er nú í æfingaferð fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur staðfest það að Lukaku hafi aðeins verið meiddur og gat því ekki tekið þátt.

,,Þeir eru allir meiddir, Lukaku, Eric Bailly, Victor Lindelof og Lee Grant. Þetta eru bara smávægileg meiðsli og við viljum vernda þá,“ sagði Solskjær.

,,Ég býst við því að við fáum að sjá þá á miðvikudaginn,“ bætti Solskjær við en United spilar þá við Leeds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United