fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Björgvin dæmdur í fimm leikja bann: Haukar fá væna sekt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 14:55

Björgvin er á bekknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli nr 3/2019 – KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni og til réttargæslu Knattspyrnudeild Hauka og Knattspyrnudeild KR.

Framkvæmdastjóri KSÍ sendi aga- og úrskurðarnefnd KSÍ greinargerð, dags. 24. maí 2019, varðandi „Ósæmileg ummæli Björgvins Stefánssonar“ þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deild karla, sem fór fram á Ásvöllum 23. maí sl., á vefmiðlinum Haukar TV.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir, dags. 28. maí 2019, þar sem ákveðið var að gefa Björgvini og forsvarsmönnum knattspyrnudeilda KR og Hauka kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. Frestur var veittur fram á hádegi 3. júní sl. til að skila athugasemdum og andmælum. Gögn bárust frá knattspyrnudeild KR og Knattspyrnudeild Hauka.

Aga- og úrskurðarnefnd tók síðan málið fyrir á fundi þriðjudaginn 4. júni og kvað upp neðangreindan úrskurð á fundi sínum fimmtudaginn 6. júní.

„Björgvin Stefánsson skal sæta leikbanni í 5 leiki í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ”

Aga- og úrskurðarnefnd er sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar er lýst í lögum KSÍ, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og starfsreglum nefndarinnar.

Málsmeðferðarreglur samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál skiptast í tvennt, annars vegar agamál og hins vegar kærumál vegna meintra brota á lögum og reglugerðum KSÍ, líkt og það mál 3/2019, sem hér er fjallað um. Um agamál er fjallað um á reglubundnum fundum aga- og úrskurðarnefndar, þau ná allajafna til þess sem fram kemur í skýrslu dómara, og úrskurðir eru kveðnir upp á viðkomandi fundi. Kærumál hins vegar lúta öðrum málsmeðferðarreglum, um þau fjallar aga- og úrskurðarnefnd sérstaklega og úrskurðir vegna kærumála koma ekki fram í reglubundnum úrskurðum, heldur eru þeir birtir sérstaklega að lokinni viðeigandi málsmeðferð.

Umrætt brot á 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál fellur undir kærumál og lýtur málsmeðferðarreglum samkvæmt því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?