fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Óli Jó vildi ekkert með Kára hafa: Lét ósæmileg ummæli falla – ,,Hann notaði einn æfingaleik sem alibi“

Victor Pálsson
Föstudaginn 28. júní 2019 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kári Árnason, sem hefur átt magnaðan feril í atvinnumennsku, hann er nú mættur heim eftir 15 ára feril erlendis. Kári lék í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Kýpur og Tyrklandi á ferlinum.

Kári á að baki 77 landsleiki fyrir Ísland en hann var í kuldanum í fjögur ár frá 2008 til 2012.

Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari en hann var ekki of hrifinn af Kára og valdi hann ekki í landsliðið.

,,Nei, ég var ekki beint í uppáhaldi hjá Óla Jó greinilega. Ég spilaði einn æfingaleik á móti Kýpur,“ sagði Kári.

,,Ég var bara ekki valinn frá fyrsta degi sko. Svo var ég að spila ágætlega í Danmörku með AGF á þeim tíma og lét einhver ekki nógu vel valin orð falla og það bara ‘sealed the deal’ og ég spilaði ekki í fjögur ár.“

,,Svo var ég kominn til Plymouth að spila hafsent og spilaði vel á því tímabili og þá kom eitthvað í fjölmiðlum um að af hverju ég væri ekki valinn. Hann notaði svo einn æfingaleik sem eitthvað alibi til að velja mig einu sinni.“

,,Við héldum hreinu, ég held að ég og Raggi höfum spilað fyrst saman þá.“

Kári viðurkennir að hann hafi verið pirraður yfir þessu en hann hefur svo verið fastamaður í liðinu undanfarin sjö ár.

,,Ég var pirraður yfir þessu sko. Ég neita því ekkert. Svo líður tíminn bara og ég sanna mig frekar í Plymouth og þá fannst mér ég eiga meira skilið því það var verið að velja stráka sem spiluðu hafsent á Íslandi. Mér fannst það óverðskuldað. Ég átti kannski ekkert inni hjá neinum þjálfurum eftir að hafa sagt eitthvað heimskulegt í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Í gær

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Í gær

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur