fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Endurmörkun Knattspyrnufélags Vesturbæjar: Sjáðu þetta frábæra ferli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið KV er fimmtán ára á þessu ári. Að því tilefni kynnir félagið nýtt merki og nýjan búning.

Tveir fyrrverandi leikmenn liðsins, Jón Kári Eldon og Ólafur Þór Kristinsson hönnuðu búninginn og merkið. Endurmörkun á öllu sem við heldur Knattspyrnufélagi Vesturbæjar.

Kynningarmyndband:
Það sýnir myndbrot úr leikjum félagsins í gegnum árin og endar svo á nýja merkinu og búningunum.

Merki / Innblástur:
Fyrir innblástur var skoðað nær umhverfi félagsins. Skoðað voru helstu einkenni Vesturbæjarins og farið var í að draga fram formin úr þeim. Tengingin við KR er sterk enda hafa flestir leikmenn KV í gegnum tíðina spilað upp sína yngri flokka þar. Vesturbæjarhrokinn í fyrirrúmi og var það markmið okkar að gera sterkt merki með mikið sjálfstraust en á sama tíma einfalt og tímalaust.

15 ára afmælismerki:
Saga KV er mikil þessi 15 ár. Félagið er algjör frumkvöðull sinnar tegundar. Ef skoðað er í sögulegu samhengi þá er KV er fyrsta og eina félagið án fjármagns og yngri flokka til þess að komast upp í 1.deild á Íslandi. KV vann t.a.m ÍA upp á Skipaskaga á Íslandsmóti árið 2014 í 1.deild. Sérstakt afmælismerki var hannað fyrir þetta tilefni. Hannaðar voru sérstakar tölur byggt á nýja merkinu, þar sem tekin voru þessi helstu þrjú element úr merkinu og brotið niður. Síðan voru þau hráefni til þess að hanna tölustafina.

Búningur:
Búningar KV hafa verið sex í gegnum tíðina. Litið var aftur til fortíðar og í þann fyrsta sem var alveg svartur. Sá búningur er óður til þeirra sem stofnuðu KV á sínum tíma og þeirra leikmanna sem léku í honum. Varabúningur er svo hvítur og markmannsbúningur grænn. Út frá tölunum sem voru hannaðar fyrir 15 ára afmælismerkið voru gerðar sérstakar tölur fyrir búninginn byggt á sömu formum. Þær tölur eru hærri enda mikilvægt að tölurnar sjáist vel á vellinum.

Samfélagsmiðlar:
Knattspyrnufélag Vesturbæjar er vörumerki og mikilvægt að halda sterkum útlitsheim í gegnum alla miðla.

Afmælispakkinn:
Fyrir stuðningsmenn KV var gerður sérstakur afmælispakki í tilefni af 15 ára afmæli félagsins í mjög takmörkuðu upplagi. Árskortið á sínum stað og ákveðið einnig að búa til trefil fyrir þá dyggu stuðningsmenn og velunnara klúbbsins sem standa þétt við bakið á liðinu á vellinum.

Nánari upplýsingar um endurmörkun KV: jon@maurar.is eða olafur@tvist.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi