fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
433Sport

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:35

Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

,,Þetta er góður kall, ég ákvað að svara bara gríninu,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, framherji Ísland eftir sigurinn á Andorra í kvöld.

Fagn Viðar vakti athygli en þar bað hann Kjartan Henry Finnbogason um að loka á sér munninum, Kjartan hafði í vikunni skotið á það að Viðar væri aftur mættur í landsliðið. Viðar hafði hætt en Erik Hamren kallaði hann inn aftur.

Viðar svaraði með því að biðja Kjartan um að loka sínum munni, grín í hæsta gæðaflokki.

,,Það er búið að vera grín í vikunni, ég tók bara þennan sama kall til baka. Þetta er bara gert í gríni.“

,,Það er bara smá grín, ég Kjartan höfum alltaf verið vinir. Það er búið að vera eitthvað grín í gangi, ég hef haft gaman af því.

Viðar var að skora sitt fyrsta mark í keppnisleik og það var af dýrari gerð.

,,Þetta hefur verið stöngin út í landsliðinu, fyrsta markið í keppnisleik. Það var ljúft að sjá hann í netinu, ég vissi það um leið og ég hitti hann að þetta væri inni.“

,,Það er gott að fá traust frá Hamren og vita að ég fæ tækifæri, þetta er bara eitthvað til að byggja ofan á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Viðar kvaddi á frábæran hátt: ,,Kaupa, kaupa, kaupa!“

Viðar kvaddi á frábæran hátt: ,,Kaupa, kaupa, kaupa!“
433Sport
Í gær

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hræðilega tæklingu: Arnór líklega fótbrotinn – Borinn af velli

Sjáðu hræðilega tæklingu: Arnór líklega fótbrotinn – Borinn af velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Barnaperri grátbiður fyrrum vini sína um að kaupa húsið sitt – Endar hann á götunni?

Barnaperri grátbiður fyrrum vini sína um að kaupa húsið sitt – Endar hann á götunni?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 dögum

Klopp varð pirraður eftir spurningu blaðamanns: ,,Ég hefði skorað þetta mark“

Klopp varð pirraður eftir spurningu blaðamanns: ,,Ég hefði skorað þetta mark“