fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Alfreð: Minnti á Egilshöll í gamla daga

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. mars 2019 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason gat brosað í kvöld eftir sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM.

Alfreð byrjaði leikinn hjá íslenska liðinu í kvöld og sá liðið vinna góðan 2-0 útisigur í fyrsta leik.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir strákana en um var að ræða fyrsta leikinn í undankeppninni.

,,Það er nákvæmlega orðið, skyldusigur. Við gerðum þetta fagmannlega og það hjálpaði mikið að við höfum skorað í fyrri hálfleik,“ sagði Alfreð.

,,Þetta var enginn leikur sem fer í sögubækurnar hjá íslenskri knattspyrnu en gríðarlega mikilvægt að fá þrjú stig og vera búnir að koma hingað.“

,,Markmiðið fyrir leikinn var að slökkva í því [sigurlausu gengi] og fá aftur sigurbraginn. Það var virkilega gott að komast inn í klefa og geta fagnað sigri.“

,,Auðvitað er smá ótti um það að meiðast þegar mannskapurinn er staddur eins og hann er en þetta var ekki versta gervigras sem maður hefur komið á.“

,,Þetta minnti svolítið á Egilshöll í gamla daga, það voru nokkrar æfingar þar á fyrsta grasinu þar svo við erum vanir því. Það var gríðarlega erfitt að meta oft hvar boltinn myndi detta.“

,,Það var erfitt að láta boltann ganga eins fljótt og við vildum en í heildina var þetta eins leikmynd og við vorum að búast við.“

,,Leikurinn gegn Frakklandi verður snúinn. Þeir verða meira með boltann en við þekkjum að spila gegn þeim, það gekk mjög vel fyrir nokkrum mánuðum.“

,,Ég held að það hafi ekki farið eins mikil orka í leikinn í dag svo við verðum að vera ferskir fyrir leikinn á mánudaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Í gær

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall