fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Fyrrum vonarstjarna í vandræðum: Hent í varaliðið eftir agabrot

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur erfiðlega hjá hinum 24 ára gamla Nabil Bentaleb þessa dagana en hann leikur með Schalke.

Bentaleb er fyrrum leikmaður Tottenham en hann var seldur til Schalke fyrir tveimur árum.

Miðjumaðurinn var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma og lék 46 deildarleiki með Tottenham.

Honum hefur nú verið hent í varalið Schalke en félagið refsar leikmanninum fyrir agabrot.

Það hefur ekkert gengið hjá Schalke á tímabilinu sem situr í 15. sæti þýsku Bundesligunnar.

Schalke gaf það út að Bentaleb ætti möguleika á að snúa aftur í aðalliðið en hann er einnig að glíma við meiðsli þessa stundina.

Bentaleb er skapstór og reifst reglulega við Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, er hann var á mála hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“