fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Skýr skilaboð Hamren til Íslendinga: ,,Mikilvægt að þið vitið af þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Erik Hamren sem hefur upplifað erfiða tíma í starfi sem landsliðsþjálfari karla, hann ræðir hér hörmungarnar sem hann gekk í gegnum í upphafi og framhaldið.

Undankeppni EM hefst á næsta föstudag þegar Ísland mætir Andorra og Frakklandi þremur dögum síðar.

Auðveldari leikurinn er klárlega viðureignin við Andorra á útivelli en flestir búast við að Ísland sigri þann leik auðveldlega.

Hamren varar þó almenning við því að Andorra sé ekki auðvelt lið að spila við á heimavelli.

Þeir hafa náð í nokkur góð úrslit í gegnum tíðina og unnu á meðal annars sterkt lið Ungverjalands.

,,Að spila við þessi lið, auðvitað verðum við að vinna. Þú ættir að vinna þetta, auðvitað er það þannig,“ sagði Hamren.

,,Freyr sýndi ykkur það í dag, ég held almennt að fólk haldi að þetta eigi að vera auðveldur leikur gegn Andorra og að við ættum að vinna með þremur eða fjórum mörkum.“

,,Kannski geturðu búist við því gegn þeim heima, þeir eru öðruvísi heima en úti. Það er ekki auðvelt að spila við þá heima. Þeir vinna ekki marga leiki en þeir unnu gegn Ungverjalandi sem eru góð úrslit.“

,,Þeir töpuðu gegn Portúgal en það var erfiður leikur fyrir Portúgal. Í hinum leikjunum heima hafa þeir gert jafntefli. Sviss vann 2-1 í Andorra, við vitum að þetta verði erfiður leikur.“

,,Það er mikilvægt að fólk viti af því. Væntingarnar eru að við sigrum þennan leik og auðvitað er það markmiðið en við þurfum að virða þá og hvað þeir eru góðir í. Við þurfum að vera betri andlega því þetta verður erfið áskorun.“

,,Ég er líka vongóður því við erum með reynslumikla leikmenn sem hafa spilað í undankeppnum og í lokakeppnum. Þeir þurfa að koma þeirri reynslu í liðið, líka sem einstaklingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð