fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Jói Kalli gerði nýjan samning við ÍA

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. mars 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af heimasíðu ÍA:

Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur framlengt núverandi samning við Jóhannes Karl Guðjónsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu fimm ára.

Jóhannes Karl er uppalinn hjá ÍA og hefur mikla reynslu sem leikmaður hér á landi og sem atvinnumaður erlendis með liðum á borð við Real Betis, AZ Alkmaar, Wolves, Burnley og Aston Villa.

Áður en Jóhannes Karl skrifaði undir samning við Knattspyrnufélag ÍA haustið 2017 hafði
hann stýrt HK við góðan orðstír.

Starf hans hjá ÍA hefur svo einkennst af miklum metnaði og sigurvilja sem hefur smitað út frá sér í öllu starfi félagsins.

Ég er mjög ánægður með það mikla traust sem mér er sýnt með því að framlengja samninginn minn við ÍA sem þjálfari meistaraflokks karla,“ sagði Jói Kalli.

,,ÍA er félagið sem ég er alinn upp í og félagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt félag og þar vil ég halda áfram að taka þátt í frábæru starfi. Framtiðin er björt í fótboltanum á Akranesi og framundan er metnaðarfullt uppbyggingarstarfi.“

Mikil ánægja hefur verið hjá ÍA með samstarfið við Jóhannes Karl og glæsilegt gengi síðastliðið sumar endurspeglar það, en þá vannst bæði sigur í Inkasso deild karla, en einnig varð 2.flokkur félagsins Íslandsmeistari.

Framundan eru spennandi tímar í knattspyrnunni á Akranesi þar sem byggt verður á gildum félagsins en þau eru metnaður, vinnusemi, þrautseigja, virðing og agi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“