fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Stórstjarna fallin og grét í sjónvarpsviðtali: ,,Þetta er eins og að vera krakk fíkill“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins er fallinn, hann hefur byrjað á gömlum ósið, hann er byrjaður að stunda veðmál af miklum krafti á nýjan leik. Vandamál sem kom honum í slæm mál á árum áður.

Merson er veðmálafíkill og fíkn hans hefur komið honum í vonda stöðu áður, hans fyrsta hjónaband sprakk árið 1996 vegna fíknarinnar. Þá var hann skuldum vafinn eftir að fíknin náði föstum tökum á honum.

Merson segir svo frá þvi í sjónvarpsþætti á ITV í Bretlandi að fíknin hafi náð honum aftur, hann sé nú að veðja ansi mikið.

,,Ég er í vandræðum með lífið þessa stundina, ég er í miklum vanda,“ sagði Merson í viðtalinu og grét þegar hann sagði frá.

Merson er sjö barna faðir. ,,Lífið er að hrynja, ég hef tapað allri stjórn á veðmálum á nýjan leik. Ég hef gjörsamlega tapað mér. Ég er að grafa holu og kemst ekki út úr henni.“

Merson segir að þetta sé versta fíkn í heimi. ,,Þetta er versta fíknin, þetta er svo þreytandi að það er ótrúlegt.“

,,Þetta tekur svo á andlega, ég sit þarna og hugsa bara hvar ég get næst grætt peninga. Þetta er eins og að vera krakk fíkill, þetta er eins og það.“

,,Ef þú ert krakk fíkill þá getur þú samt ekki eytt svona fjármunum, það væri ómögulegt.“

Merson sagði frá því að hann hafi tapað þremur milljónum eina helgina. ,,Ég er bara heiðarlegur, ég á í miklum vanda. Mér finnst þetta erfitt, ég er komin á sama stað og fyrir mörgum árum.“

,,Ég er bara að veðja öllum stundum, ég kann ekki vel við mig svona. Ég er hræddur, lífið mitt ætti að vera gott. Ég á falleg börn, yndislega konu og lífið ætti að vera gott.“

,,Ég brotnaði bara saman í leigubílnum á leiðinni hingað, ég hef fengð nóg. Ég verð að gera eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Í gær

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?