fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Blikar staðfesta fréttirnar: Búið að selja Davíð Kristján til Álasunds

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur staðfest það að Davíð Kristján Ólafsson sé genginn í raðir Álasunds í Noregi. 433.is greindi fyrst allra frá þessu í morgun.

Davíð hefur verið einn öflugasti bakvörður Pepsi deildarinnar síðustu ár. Hann fór á reynslu til Álasunds fyrr í vetur og heillaði forráðamenn félagsins.

Álasund leikur í næst efstu deild Noregs en liðið var mjög nálægt því að fara upp á síðustu leiktíð. Með félaginu leika Hólmbert Aron Friðjónsson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson.

Davíð er fæddur árið 1995 en hann hefur spilað 100 leiki í deild og bikar á Íslandi. Hann hefur alla tíð spilað fyrir Breiðablik.

Davíð lék sinn fyrsta A-landsleik í upphafi árs en hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands.

Á sínum yngri árum var Davíð liðtækur í fimleikum en ákvað í seinni tíð að snúa sér að fullu að fótboltanum, það hefur reynst gæfuspor.

Blikar hafa misst marga sterka leikmenn í vetur en í vikunni var greint frá því að Willum Þór Willumsson væri að ganga í raðir BATE í Hvíta-Rússlandi. Þá var Gísli Eyjólfsson lánaður til Mjallby í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 17 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Í gær

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert