fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Fer Sarri að reykja sína síðustu sígarettu hjá Chelsea? – Þessir líklegastir til að taka við

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, liðið átti ekki í neinum vandræðum með Chelsea þegar liðin mættust á sunnudag. City gaf tóninn í upphafi leiks og Chelsea tókst aldrei að ná sér á strík, allt líf var barið úr liðinu.

Raheem Sterling kom City yfir á fjórðu mínútu og markavélin, Kun Aguero kom City í 2-0 eftir þrettán mínútur. Ilkay Gundogan kom City svo í 3-0 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, algjör niðurlæging.

Kun Aguero skoraði annað mark sitt og fjórða mark leiksns þegar 25 mínútur voru liðnar. 4-0 var staðan í hálfleik. Aguero fullkomnaði svo þrennu sína í síðari hálfleik og kom City í 5-0 áður en Sterling skoraði sitt annað mark og sjötta mark liðsins.

Enskir miðlar telja að Maurizio Sarri, stjóri Chelsea verði brátt rekinn. Hann er á sínu fyrsta tímabili með liðið, eftir fína byrjun hefur allt hrunið.

Sarri sem elskar góða sígarettu gæti farið að kveikja í sinni síðustu hjá félaginu. Enskir veðbankar telja líklegast að Frank Lampard, stjóri Chelsea fái starfið. Verði Sarri rekinn.

Zinedine Zidane er eining nefur til sögunnar og þá kemur nafn Jose Mourinho fyrir hjá veðbönkum.

Líklegastir til að taka við:
Frank Lampard 2/1
Zinedine Zidane 7/1
Gianfranco Zola 8/1
Diego Simeone 12/1
Jose Mourinho 12/1
Brendan Rodgers 12/1
Massimiliano Allegri 12/1
Nuno Espirito Santo 12/1
Didier Deschamps 16/1
Luis Enrique 16/1
Guus Hiddink 16/1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls