fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

City skaut sér á toppinn með því að berja allt líf úr Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, liðið átti ekki í neinum vandræðum með Chelsea þegar liðin mættust í dag.

City gaf tóninn í upphafi leiks og Chelsea tókst aldrei að ná sér á strík, allt líf var barið úr liðinu.

Raheem Sterling kom City yfir á fjórðu mínútu og markavélin, Kun Aguero kom City í 2-0 eftir þrettán mínútur.

Ilkay Gundogan kom City svo í 3-0 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, algjör niðurlæging.

Kun Aguero skoraði annað mark sitt og fjórða mark leiksns þegar 25 mínútur voru liðnar. 4-0 var staðan í hálfleik.

Aguero fullkomnaði svo þrennu sína í síðari hálfleik og kom City í 5-0 áður en Sterling skoraði sitt annað mark og sjötta mark liðsins.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea gæti misst starf sitt eftir leikinn en spilamennska liðsins hefur verið hrein hörmung undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða