fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson, sem margir þekkja sem Sveppa, er í áhugaverðu viðtali við Milliveginn sem er hlaðvarpsþáttur sem Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Bergsveinn Ólafsson stýra.

Sveppi fer yfir feril sinn í sviðsljósinu en hann hefur lengi verið einn frægasti Íslendingurinn. Sveppi ræðir um sinn besta vin, Eið Smára Guðjohnsen.

Sveppi og Eiður Smári ólust upp saman í ÍR og hafa verið miklir vinir síðan, Sveppi var duglegur að heimsækja Eið þegar hann var atvinnumaður hjá Chelsea og fleiri liðum. Þar koma margt Sveppa á óvart.

,,Það var gaman að sjá hvað Eiður er stór, maður gerir sér ekkert almennilega grein fyrir því þegar maður þekkir hann svona vel. Mér finnst hann bara vera rasshaus og allt þetta,“ sagði Sveppi í viðtalinu.

Sveppi var duglegur að spjalla við samherja Eiðs Smára og þar komst hann að því hversu mikið álit fólk hafði á honum.

,,Svo þegar maður fer að ræða við samferðamenn hans í fótboltanum, þá er hann bara aðalmaðurinn, í klefanum. Það er svalt“

Árið 2013 fór Sveppi í viðtal og kjaftaði frá því að Eiður myndi ekki byrja með íslenska landsliðinu gegn Króatíu. Það fór ekki vel í þjálfara Íslands, Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.

,,Hann sagði við mig að hann væri ekki að fara byrja, ég fór í viðtal á X-inu. Ég sagði þeim bara að Eiður myndi ekki byrja inn á, ég sagði þeim að ég hefði talað við hann. Það var ekki búið að tilkynna liðið, ég sagði þeim að hann hafi verið að koma af fundi.“

,,Svo koma bara fréttirnar ´Sveppi segir að Eiður byrji ekki´. Eiður bara hristi hausinn, Heimir Hallgrímsson kom til hans og spurði hvað hann væri að pæla, Lars Lagerback spurði hann líka út í þetta. Fjórir tímar fyrir leik, þetta er bara fyndið. Það skiptir engu máli, það er öllum drullusama. Segðu bara byrjunarliðið. Þú vilt kannski ekki láta andstæðingana vita, þetta er bara fótbolti.“

Viðtalið við Sveppa má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður