fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Stór tíðindi úr íslenskum fótbolta – Hannes Þór tekur tilboði Vals

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 17:45

Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark íslenska landsliðsins með prýði undanfarin ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður samþykkt tilboð Vals og kaus hann að semja við ríkjandi Íslandsmeistara frekar en KR. Samkvæmt sömu heimildum eru Valsmenn tilbúnir að bjóða Hannesi talsvert betri kjör en KR gat boðið.

„Það er ekki komið svo langt að Hannes sé að semja við Val. Hans staða gæti breyst á næstu dögum og mánuðum, það er áhugi frá Svíþjóð, Noregi og fleiri löndum en hann er samningsbundinn Qarabag í átján mánuði í viðbót og það er talsvert sem þarf að gerast til þess að hann fái að fara,“ sagði Ólafur Garðarson umboðsmaður Hannesar við Fréttablaðið.

Hannes er á mála hjá Qarabag í Aserbaídsjan en þar hefur hann spilað minna en ráð var gert fyrir.

Hannes hefur því verið að skoða sína mál og ef marka má frétt Fréttablaðsins, þá er hann á heimleið í Pepsi deildina.

Hannes varð Íslandsmeistari með KR áður en hann fór í atvinnumennsku. Hannes hefur verið einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins síðustu ár, hann varði mark liðsins á EM og á HM.

Valur hefur unnið Pepsi deildina síðustu tvö tímabil og hefur styrkt leikmannahóp sinn vel í vetur. Ljóst er að koma Hannesar er hvalreki.

Fyrir er Valur með Anton Ara Einarsson sem var einn besti markvörður deildarinnar sumarið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld