fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
433

Þekkir Koscielny vel og segir að hann sé mjög særður: ,,Þið reynið að eyðileggja orðsporið hans“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laurent Koscielny, fyrirliði Arsenal, er særður þessa stundina en þetta segir fyrrum liðsfélagi hans Olivier Giroud.

Giroud og Koscielny þekkjast mjög vel en þeir voru saman í sex ár hjá Arsenal og voru einnig samherjar í franska landsliðinu.

Koscielny neitaði að mæta í æfingaferð Arsenal í sumar en leikmenn liðsins ferðuðust til Bandaríkjanna.

Koscielny vill að Arsenal leyfi sér að komast burt en hann á eitt ár eftir af samningi sínum í London.

,,Þú getur ekki dæmt stöðuna þegar þú veist ekki alla söguna. Ég er viss um að við vitum ekki allt á bakvið þetta,“ sagði Giroud.

,,Ég vona að það finnist lausn á þessu máli. Lolo er góður vinur minn og ég hef þekkt hann í 1ö eða 11 ár. Við spiluðum saman í næst efstu deild Frakklands.“

,,Hann hefur spilað fyrir Arsenal í níu ár og hefur verið fyrirliði í mörg ár. Hann er mikill atvinnumaður og er alltaf fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.“

,,Ég vorkenni honum því hann er svo frábær manneskja og fjölmiðlar reyna að eyðileggja orðspor hans.“

,,Ég er ekki hjá félaginu og veit ekki hvað gerðist en eitt er víst – Lolo er mjög særður yfir því sem er í gangi, hann er tilfinningarík manneskja.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 13 klukkutímum

Er alveg sama þó Neymar semji við Barcelona

Er alveg sama þó Neymar semji við Barcelona
433
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp vildi ekki selja Coutinho en var neyddur til þess

Klopp vildi ekki selja Coutinho en var neyddur til þess
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp staðfestir söguna um Ronaldo nærbuxurnar: „Þetta var fyndið“

Klopp staðfestir söguna um Ronaldo nærbuxurnar: „Þetta var fyndið“
433
Fyrir 21 klukkutímum

Tímabilið líklega á enda hjá Sigurði Agli

Tímabilið líklega á enda hjá Sigurði Agli
433
Fyrir 22 klukkutímum

Sagt að Solskjær sé búinn að fá nóg – Þessi tekur vítin

Sagt að Solskjær sé búinn að fá nóg – Þessi tekur vítin