fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
433

Grátleg jafntefli í Inkasso-deildinni – Fram vann Leikni

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram nokkrir hörkuleikir í Inkasso-deild karla í kvöld en það var jafnteflisþema yfir leikjunum.

Fram vann sterkan sigur á heimavelli er liðið vann Leikni Reykjavík. Helgi Guðjónsson gerði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.

Fjölnir er enn á toppnum eftir leik við Keflavík. Staðan var lengi 1-0 fyrir Fjölni en Davíð Snær Jóhannsson jafnaði metin fyrir gestina á 91. mínútu og lokastaðan, 1-1.

Magni var hársbreidd frá því að næla í sinn annan sigur í sumar gegn Þór. Magni var með 1-0 forystu þar til á 90. mínútu er Jóhann Helgi Hannesson jafnaði metin fyrir Þór.

Víkingur Ólafsvík fékk skell í Njarðvík á sama tíma. Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Víkingum.

Haukar og Grótta gerðu þá 2-2 jafntefli og Afturelding og Þróttur Reykjavík skildu einnig jöfn, 1-1.

Fram 2-1 Leiknir R.
1-0 Helgi Guðjónsson
2-0 Helgi Guðjónsson
2-1 Sólon Breki Leifsson

Fjölnir 1-1 Keflavík
1-0 Albert Brynjar Ingason
1-1 Davíð Snær Jóhannsson

Magni 1-1 Þór
1-0 Kristinn Þór Rósbergsson (víti)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson

Njarðvík 3-0 Víkingur Ó.
1-0 Ivan Prskalo
2-0 Kenneth Hogg
3-0 Kenneth Hogg

Haukar 2-2 Grótta
0-1 Pétur Theodór Árnason
1-1 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
1-2 Halldór Kristján Baldursson
2-2 Oliver Helgi Gíslason

Afturelding 1-1 Þróttur R.
0-1 Rafael Victor (víti)
1-1 Andri Freyr Jónasson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona munu stjörnurnar líta út sem gamlir menn: Forrit sem tröllríður öllu á netinu

Svona munu stjörnurnar líta út sem gamlir menn: Forrit sem tröllríður öllu á netinu
433
Fyrir 21 klukkutímum

Benitez fór því hann fékk engan pening – Sky segir Bruce fá risaupphæð til að eyða

Benitez fór því hann fékk engan pening – Sky segir Bruce fá risaupphæð til að eyða
433
Fyrir 23 klukkutímum

BBC: Saliba á leið til Arsenal – Einnig að fá leikmann Real Madrid

BBC: Saliba á leið til Arsenal – Einnig að fá leikmann Real Madrid
433
Fyrir 23 klukkutímum

Valur úr leik í Meistaradeildinni

Valur úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Daníel Hafsteins til Helsingborg

Daníel Hafsteins til Helsingborg
433
Í gær

Trippier seldur til Atletico Madrid

Trippier seldur til Atletico Madrid
433
Í gær

Framlengdi við City fyrir fjórum mánuðum – Má nú fara frítt

Framlengdi við City fyrir fjórum mánuðum – Má nú fara frítt
433
Í gær

Staðfestir að Eriksen gæti farið: ,,Áhuginn er mikill“

Staðfestir að Eriksen gæti farið: ,,Áhuginn er mikill“