fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
433

Solskjær tjáir sig um Pogba og sögusagnirnar: ,,Höfum ekki fengið nein tilboð“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um miðjumanninn Paul Pogba sem er orðaður við brottför.

Umboðsmaður Pogba, Mino Raiola, greindi frá því á dögunum að Frakkinn væri að íhuga stöðu sína í Manchester.

Solskjær hefur þó ekkert nema góða hluti að segja um Pogba sem er með liðinu í æfingaferð í Ástralíu þessa stundina.

,,Paul hefur aldrei verið einhver sem býr til vandræði. Hann leggur sig fram og er frábær og stoltur strákur,“ sagði Solskjær.

,,Ég get ekki talað um hvað Paul og hans umboðsmenn eru að segja. Hann á nokkur ár eftir af sínum samningi og hann hefur verið frábær.“

,,Paul er frábær og mikill atvinnumaður. Hann er með hjarta úr gulli. Hann hefur alltaf gefið sitt besta og ég get ekki greint frá neinu nema því. Við höfum ekki fengið nein tilboð í hann.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona munu stjörnurnar líta út sem gamlir menn: Forrit sem tröllríður öllu á netinu

Svona munu stjörnurnar líta út sem gamlir menn: Forrit sem tröllríður öllu á netinu
433
Fyrir 21 klukkutímum

Benitez fór því hann fékk engan pening – Sky segir Bruce fá risaupphæð til að eyða

Benitez fór því hann fékk engan pening – Sky segir Bruce fá risaupphæð til að eyða
433
Fyrir 23 klukkutímum

BBC: Saliba á leið til Arsenal – Einnig að fá leikmann Real Madrid

BBC: Saliba á leið til Arsenal – Einnig að fá leikmann Real Madrid
433
Fyrir 23 klukkutímum

Valur úr leik í Meistaradeildinni

Valur úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Daníel Hafsteins til Helsingborg

Daníel Hafsteins til Helsingborg
433
Í gær

Trippier seldur til Atletico Madrid

Trippier seldur til Atletico Madrid
433
Í gær

Framlengdi við City fyrir fjórum mánuðum – Má nú fara frítt

Framlengdi við City fyrir fjórum mánuðum – Má nú fara frítt
433
Í gær

Staðfestir að Eriksen gæti farið: ,,Áhuginn er mikill“

Staðfestir að Eriksen gæti farið: ,,Áhuginn er mikill“