fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
433

Frábær endurkoma Breiðabliks gegn Val – Selfoss vann KR

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórslagur í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld er lið Vals og Breiðabliks áttust við á Origo-vellinum.

Um var að ræða tvö efstu lið deildarinnar en bæði lið voru með 21 stig eftir fyrstu átta umferðirnar eða fullt hús stiga.

Valur byrjaði leik kvöldsins betur og var staðan orðin 2-0 eftir 26 mínútur. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við öðru.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lagaði stöðuna fyrir Blika áður en flautað var til hálfleiks og staðan í leikhléi, 2-1.

Það var svo Alexandra Jóhannsdóttir sem gerði síðasta mark leiksins fyrir Blika undir lok venjulegs leiktíma og tryggði þeim grænu stig. Lokatölur, 2-2 jafntefli.

Selfoss lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar á sama tíma eftir leik við KR. Selfoss vann 1-0 heimasigur og situr KR á botninum með fjögur stig.

Fyrr í dag áttust þá við lið Þórs/KA og Stjörnunnar en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Valur 2-2 Breiðablik
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir
2-0 Hlín Eiríksdóttir
2-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
2-2 Alexandra Jóhannsdóttir

Selfoss 1-0 KR
1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir

Þór/KA 0-0 Stjarnan

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona munu stjörnurnar líta út sem gamlir menn: Forrit sem tröllríður öllu á netinu

Svona munu stjörnurnar líta út sem gamlir menn: Forrit sem tröllríður öllu á netinu
433
Fyrir 21 klukkutímum

Benitez fór því hann fékk engan pening – Sky segir Bruce fá risaupphæð til að eyða

Benitez fór því hann fékk engan pening – Sky segir Bruce fá risaupphæð til að eyða
433
Fyrir 23 klukkutímum

BBC: Saliba á leið til Arsenal – Einnig að fá leikmann Real Madrid

BBC: Saliba á leið til Arsenal – Einnig að fá leikmann Real Madrid
433
Fyrir 23 klukkutímum

Valur úr leik í Meistaradeildinni

Valur úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Daníel Hafsteins til Helsingborg

Daníel Hafsteins til Helsingborg
433
Í gær

Trippier seldur til Atletico Madrid

Trippier seldur til Atletico Madrid
433
Í gær

Framlengdi við City fyrir fjórum mánuðum – Má nú fara frítt

Framlengdi við City fyrir fjórum mánuðum – Má nú fara frítt
433
Í gær

Staðfestir að Eriksen gæti farið: ,,Áhuginn er mikill“

Staðfestir að Eriksen gæti farið: ,,Áhuginn er mikill“