fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
433

Reyndu að banna honum að mæta á æfingar og kveiktu í skónum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Chukwueze er nafn sem einhverjir ættu að kannast við en hann leikur með liði Villarreal á Spáni.

Chukwueze er talinn mikið efni en hann er 19 ára gamall og hefur spilað þónokkra leiki fyrir aðalliðið.

Vængmaðurinn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Nígeríu á síðasta ári en hann hafði það ansi erfitt á yngri árum.

Chukwueze er uppalinn í Umuahia í Nígeríu og lék þar í landi áður en Villarreal samdi við hann árið 2017.

Foreldrar Chukwueze reyndu ítrekað að koma í veg fyrir hans knattspyrnuiðkun og vildu sjá hann einbeita sér að náminu.

Chukwueze hafði alltaf brennandi áhuga á knattspyrnu og nýtti sér öll tækifæri til að spila.

Foreldar hans reyndu þó að banna honum að mæta á æfingar en það skilaði ekki árangri. Hann hlustaði ekki.

Þau tóku svo upp á því að kveikja í knattspyrnuskóm sonar síns en þrátt fyrir það gafst hann aldrei upp.

Chukwueze hélt áfram að bæta sig og spila og upplifir nú drauminn á Spáni. Stórlið á borð við Atletico Madrid og Bayern Munchen eru sögð hafa áhuga á stráknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Enn tapa Leiknismenn stigum – Selfoss á toppinn

Enn tapa Leiknismenn stigum – Selfoss á toppinn
433
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölnir skoraði fimm og heldur toppsætinu – Jafnt hjá Gróttu og Víkingum

Fjölnir skoraði fimm og heldur toppsætinu – Jafnt hjá Gróttu og Víkingum
433
Fyrir 22 klukkutímum

Özil telur að þessi geti spilað stórt hlutverk á tímabilinu

Özil telur að þessi geti spilað stórt hlutverk á tímabilinu
433
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir að fyrirliðinn gæti farið

Staðfestir að fyrirliðinn gæti farið
433
Í gær

KV enn að tapa stigum – Góður sigur hjá Augnablik

KV enn að tapa stigum – Góður sigur hjá Augnablik
433
Í gær

Alsír átti eitt skot sem dugði til sigurs – Afríkumeistarar árið 2019

Alsír átti eitt skot sem dugði til sigurs – Afríkumeistarar árið 2019
433
Í gær

Neymar nefnir erfiðasta andstæðinginn

Neymar nefnir erfiðasta andstæðinginn
433Sport
Í gær

Tilbúinn að stela síma Pogba svo hann tali ekki við neinn

Tilbúinn að stela síma Pogba svo hann tali ekki við neinn