fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
433

Stjarnan sendi Val í neðsta sætið – Helgi Valur hetja Fylkis

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2019 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals eru í neðsta sæti Pepsi Max-deildar karla en liðið spilaði við Stjörnuna í kvöld, í Garðabæ.

Um var að ræða leik í sjöundu umferð sumarsins en honum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Ólafur Karl Finsen kom Val yfir í kvöld áður en Þorri Geir Rúnarsson jafnaði metin fyrir heimamenn.

Það var svo Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem kláraði leikinn fyrir Stjörnuna en hann skoraði á 90. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Í hinum leik kvöldsins áttust við HK og Fylkir og það voru það Fylkismenn sem höfðu betur.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom HK yfir gegn sínum gömlu félögum en Helgi Valur Daníelsson skoraði svo tvö fyrir Fylki og tryggði liðinu sigur.

Stjarnan 2-1 Valur
0-1 Ólafur Karl Finsen(33′)
1-1 Þorri Geir Rúnarsson(64′)
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson(90′)

HK 1-2 Fylkir
1-0 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(22′)
1-1 Helgi Valur Daníelsson(77′)
1-2 Helgi Valur Daníelsson(85′)

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fanney berst fyrir lífi sínu á líknardeild: Kórdrengir vilja hjálpa henni – Þessir bolir komnir í sölu

Fanney berst fyrir lífi sínu á líknardeild: Kórdrengir vilja hjálpa henni – Þessir bolir komnir í sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis
433
Í gær

Danskur úrvalsdeildarleikmaður æfir með Val – Gæti skrifað undir

Danskur úrvalsdeildarleikmaður æfir með Val – Gæti skrifað undir
433
Í gær

Inkasso-deildin: Þór á toppinn

Inkasso-deildin: Þór á toppinn