fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
433

Andri Rafn: Kannski þurfti bara að setja mig framar á völlinn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2019 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, átti góðan leik í kvöld er liðið vann 4-1 sigur á FH.

Andri skoraði fyrsta mark Breiðabliks í leiknum en öll mörk liðsins komu í seinni hálfleik.

,,Auðvitað er þetta aldrei fullkominn hálfleikur en þetta var kraftmikið og við náðum algjöru controli á leiknum,“ sagði Andri.

,,Við náðum að halda þeim aftar á vellinum, þeir vilja spila og við þvinguðum þá til að spila þar sem við vildum að þeir væru á vellinum og unnum boltann af þeim og refsuðum.“

,,Við nýttum tækifærin í staðinn fyrir að komast 1-0 yfir að verja eitthvað þá fylgdum við því vel eftir og nýttum momentið sem var með okkur þá og héldum þeim aftarlega.“

,,Það hefur verið spilað með nokkra daga millibili þannig maður vissi það að ef við kæmumst yfir þá væri þetta í okkar höndum.“

Andri er nú byrjaður að skora nokkur mörk fyrir Breiðablik og hefur hann gaman að því að komast á blað, eitthvað sem hann er kannski ekki þekktur fyrir.

,,Kannski þurfti bara að setja mig framar á völlinn. Auðvitað er þetta gaman, þetta er bara auka en maður á örugglega að eiga einhver mörk inni!“

,,Nú er komið að umferðunum þar sem fer að skilja á milli liða svo þessir tveir síðustu sigrar voru mikilvægir, að ná að ýta þeim aðeins frá okkur.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölnir skoraði fimm og heldur toppsætinu – Jafnt hjá Gróttu og Víkingum

Fjölnir skoraði fimm og heldur toppsætinu – Jafnt hjá Gróttu og Víkingum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dýrustu treyjurnar á Englandi: Jói Berg er ódýrastur

Dýrustu treyjurnar á Englandi: Jói Berg er ódýrastur
433
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir að fyrirliðinn gæti farið

Staðfestir að fyrirliðinn gæti farið
433
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu geggjað mark Zlatan í nótt

Sjáðu geggjað mark Zlatan í nótt
433
Í gær

Alsír átti eitt skot sem dugði til sigurs – Afríkumeistarar árið 2019

Alsír átti eitt skot sem dugði til sigurs – Afríkumeistarar árið 2019
433
Í gær

Keflavík náði jafntefli – Selfoss áfram í bikarnum

Keflavík náði jafntefli – Selfoss áfram í bikarnum