fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
433

Harkalegt rifrildi í Madríd: ,,Borgaðu mér og ég skal fara“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir miðlar greina frá því í dag að Sergio Ramos sé sterklega að íhuga brottför frá Real Madrid í sumar.

Ramos er fyrirliði Real en hann hefur leikið með félaginu við góðan orðstír undanfarin 14 ár.

Talað er nú um að Ramos hafi rifist heiftarlega við forseta félagsins, Florentino Perez, eftir tap gegn Ajax í Meistaradeildinni.

Perez á að hafa sagt að frammistaða Real hafi verið til skammar og tók Ramos ekki vel í þau orð.

Hann á að hafa svarað forsetanum fullum hálsi og öskraði: ,,Borgaðu mér peninginn og ég skal fara.“

Ramos var spurður út í atvikið á Twitter síðu sinni og hafði þetta að segja: ,,Vandræðin í búningsklefanum eru leyst í búningsklefanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölnir skoraði fimm og heldur toppsætinu – Jafnt hjá Gróttu og Víkingum

Fjölnir skoraði fimm og heldur toppsætinu – Jafnt hjá Gróttu og Víkingum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dýrustu treyjurnar á Englandi: Jói Berg er ódýrastur

Dýrustu treyjurnar á Englandi: Jói Berg er ódýrastur
433
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir að fyrirliðinn gæti farið

Staðfestir að fyrirliðinn gæti farið
433
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu geggjað mark Zlatan í nótt

Sjáðu geggjað mark Zlatan í nótt
433
Í gær

Alsír átti eitt skot sem dugði til sigurs – Afríkumeistarar árið 2019

Alsír átti eitt skot sem dugði til sigurs – Afríkumeistarar árið 2019
433
Í gær

Keflavík náði jafntefli – Selfoss áfram í bikarnum

Keflavík náði jafntefli – Selfoss áfram í bikarnum