fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
433

Aðeins ein leið fram á við: ,,Er það einhver lausn að reka hann?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það væri rugl að reka Ole Gunnar Solskjær frá félaginu þrátt fyrir erfitt gengi síðustu vikur.

United byrjaði mjög vel undir stjórn Solskjær í desember en gengi liðsins versnaði undir lok tímabils.

Norðmaðurinn fékk þriggja ára samning á Old Trafford og segir Van Persie að félagið þurfi að virða þá ákvörðun.

,,Ég tel að þetta sé fullkomið samstarf, þeir eru bara að ganga í gegnum erfiða tíma,“ sagði Van Persie.

,,Í gamla daga þá var eðlilegt fyrir stjóra að fá tíma. Í dag, ef þú tapar sex leikjum þá ertu rekinn, er það einhver lausn?“

,,Gefðu einhverjum tíma, sérstaklega ef þetta er strákur sem er frá félaginu. Þetta er fyndið því í byrjun þá voru allir svo jákvæðir, þeir voru að vinna leiki og framkvæmdu svo kraftaverk í París.“

,,Það voru allir að öskra á félagið að gefa honum endanlegan samning. Síðan þá hefur heppnin horfið aðeins; þeir hafa tapað fleiri leikjum en þeir vildu.“

,,Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á heildarmyndina. Hann er jákvæður og vill afreka stóra hluti með félaginu og það er eina leiðin fram á við.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar getur farið frítt

Yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar getur farið frítt
433
Fyrir 7 klukkutímum

Væri Pogba að gera mistök?: ,,Hann þarf enn að sanna sig“

Væri Pogba að gera mistök?: ,,Hann þarf enn að sanna sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjörnur sem fóru í fangelsi: Þuklaði á konu og nefbraut hana

Stórstjörnur sem fóru í fangelsi: Þuklaði á konu og nefbraut hana
433
Fyrir 21 klukkutímum

Er einfaldlega of dýr fyrir Arsenal

Er einfaldlega of dýr fyrir Arsenal
433
Í gær

Zola fer líka frá Chelsea

Zola fer líka frá Chelsea
433Sport
Í gær

Myndir: Ramos gifti sig á Spáni í gær – Beckham hjónin mættu

Myndir: Ramos gifti sig á Spáni í gær – Beckham hjónin mættu
433Sport
Í gær

Fanney berst fyrir lífi sínu á líknardeild: Kórdrengir vilja hjálpa henni – Þessir bolir komnir í sölu

Fanney berst fyrir lífi sínu á líknardeild: Kórdrengir vilja hjálpa henni – Þessir bolir komnir í sölu
433Sport
Í gær

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis