fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
433

Hallgrímur og Hrannar framlengja við KA

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af heimasíðu KA:

Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samninga við þá Hallgrím Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni. Báðir leika þeir algjört lykilhlutverk í liði KA og hafa gert það í fjöldamörg ár. Það er ljóst að þessir samningar eru lykilskref í þeirri vegferð sem KA hefur verið að vinna í undanfarin ár.

Hallgrímur Mar hefur leikið 191 leik fyrir KA í deild og bikar og í þeim gert alls 52 mörk. Hann hefur byrjað sumarið af gríðarlegum krafti, er einn af markahæstu mönnum Pepsi Max deildarinnar með 3 mörk auk þess sem hann gerði þrennu gegn Sindra í Mjólkurbikarnum.

Hrannar Björn hefur leikið 118 leiki fyrir KA í deild og bikar og í þeim gert 1 mark. Hann hefur leikið lengst af í bakverði hjá KA en hefur verið að leika í sumar á kantinum og því ansi líklegt að mörkin fyrir KA verði fleiri áður en sumri lýkur.

Við óskum Hallgrími, Hrannari og knattspyrnudeild KA til hamingju með samningana og verður áfram gaman að fylgjast með þessum öflugu köppum innan okkar raða.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Myndir: Ramos gifti sig á Spáni í gær – Beckham hjónin mættu

Myndir: Ramos gifti sig á Spáni í gær – Beckham hjónin mættu
433
Í gær

Fer Mourinho með til Chelsea?

Fer Mourinho með til Chelsea?
433Sport
Í gær

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis
433Sport
Í gær

Pogba staðfestir tíðindin: Vill burt frá Manchester United í sumar

Pogba staðfestir tíðindin: Vill burt frá Manchester United í sumar