fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
433

Plús og mínus: Lið fólksins ætlar ekki bara að vera með

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2019 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið fékk nýliða HK í heimsókn á KR-völlinn.

KR komst í 3-0 á heimavelli í kvöld en HK neitaði að gefast upp og náði að minnka muninn í 3-2 undir lok leiksins en það dugði þó ekki fyrir stigi.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

KR spilaði gríðarlega vel á köflum í leiknum í kvöld og virtust lengi ætla að vinna sannfærandi sigur.

Spilamennska KR var gríðarlega góð í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við endurtökum, fyrri hálfleik.

Óskar Örn Hauksson er handleggsbrotinn en hann spilaði í kvöld. Var alveg frábær á vængnaum í leiknum. Hann er þeim svo ótrúlega mikilvægur.

Það gerir KR ekkert nema gott að þeir Björgvin Stefánsson og Tobias Thomsen hafi báðir komist á blað. Framherjapar sem þarf að skila mörkum.

HK svaraði frábærlega fyrir sig undir lok leiksins. Tvö mörk á tveimur mínútum og ljóst að lið fólksins gefst ekki upp auðveldlega. Þeir ætla ekki bara að vera með í sumar.

Mínus:

Brynjar Jónasson gat komið HK fyrr inn í leikinn í kvöld en klikkaði á vítaspyrnu á 65. mínútu leiksins, það hefði getað breytt miklu.

Varnarmenn HK litu alls ekki vel út í þriðja marki KR. Björgvin tók þá langan sprett með boltann og reyndist einfaldlega alltof sterkur og réðu þeir ekki við hann.

KR-ingar fá svo mikinn mínus fyrir að hleypa HK aftur inn í leikinn undir lokin. Algjör óþarfi, þeir voru alveg með þetta.

Brynjar fékk DAUÐAFÆRI til að jafna metin fyrir HK í uppbótartíma og sluppu KR-ingar ansi vel að lokum.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Van Dijk verði að spila betur

Segir að Van Dijk verði að spila betur
433
Fyrir 12 klukkutímum

Hættur við að hætta: Skrifaði undir eins árs framlengingu

Hættur við að hætta: Skrifaði undir eins árs framlengingu
433
Fyrir 15 klukkutímum

Gerrard sagður hafa hafnað Derby

Gerrard sagður hafa hafnað Derby
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnleifur heimsækir gamlar slóðir: KR mætir Molde – Stjarnan til Eistlands

Gunnleifur heimsækir gamlar slóðir: KR mætir Molde – Stjarnan til Eistlands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mæting á Pepsi Max-deild karla með ágætum: Breiðablik í efsta sæti

Mæting á Pepsi Max-deild karla með ágætum: Breiðablik í efsta sæti
433
Fyrir 19 klukkutímum

United kemur ekki til greina en Chelsea er möguleiki

United kemur ekki til greina en Chelsea er möguleiki
433
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Liverpool að leita til Tottenham frekar en Griezmann

Segir Liverpool að leita til Tottenham frekar en Griezmann