fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Plús og mínus: Bauð dómaranum upp í dans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. maí 2019 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlar ekkert að ganga upp hjá Íslandsmeisturum Vals í sumar en liðið mætti FH í kvöld.

Valur þurfti að sætta sig við þriðja tap sumarsins í Hafnafirði en FH hafði betur, 3-2.

Sigurmarkið skoraði Jakup Thomsen fyrir FH undir lok leiksins og lyfti liðinu upp í 3. sæti deildarinnar.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Ólafur Karl Finsen var afar öflugur framan af leik í liði Vals, liðið lok með framliggjandi miðjumann og sóknarleikurinn bar þess merki. Gary Martin hefði möglega hentað leikstíl Vals betur með Ólaf Karl með sér. Kórónaði frábæran leik með góðu skallamarki.

Kristinn Steindórsson fer hljótt um en gerir hlutina á miðsvæði FH afar vel, heldur vel í boltanum og skilar honum vel frá sér.

Steven Lennon, góðir hálsar. Var ný mættur til leiks þegar hann nelgdi boltanum í netið. Magnað mark, hans fyrsta í sumar. Hefur verið meiddur en endurkoma hans, styrkir FH mikið. Lagði svo upp sigurmarkið.

Mínus:

Vignir Jóhannesson, sem stendur nú vaktina í marki FH gerði sig sekan um hræðileg mistök í jöfnunarmarki Vals. Hann ætlaði að kýla boltann en hreinlega hitti ekki boltann.

Orri Sigurður Ómarsson braut afar klaufalega á sér í vítaspyrnunni sem FH fékk, bauð dómara leiksins upp í dans.

Varnarmenn FH fá bara sviðskrekk þegar föst leikatriði eiga sér stað. Svona var sagan síðasta sumar og hún heldur áfram.

Valur hefur á að skipa landsliðs bakverði, miðvörðum sem hafa sannað sig í deildinni og Bjarna Ólafi Eiríkssyni sem hefur verið besti vinstri bakvörður deildarinnar síðustu ár. Fyrir aftan þá er svo Hannes Þór Halldórsson, varnarleikur liðsins er samt í besta falli slakur. Barnaleg mistök, menn að horfa á boltann og fleira til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð