fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
433

Plús og mínus: Bauð dómaranum upp í dans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. maí 2019 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlar ekkert að ganga upp hjá Íslandsmeisturum Vals í sumar en liðið mætti FH í kvöld.

Valur þurfti að sætta sig við þriðja tap sumarsins í Hafnafirði en FH hafði betur, 3-2.

Sigurmarkið skoraði Jakup Thomsen fyrir FH undir lok leiksins og lyfti liðinu upp í 3. sæti deildarinnar.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Ólafur Karl Finsen var afar öflugur framan af leik í liði Vals, liðið lok með framliggjandi miðjumann og sóknarleikurinn bar þess merki. Gary Martin hefði möglega hentað leikstíl Vals betur með Ólaf Karl með sér. Kórónaði frábæran leik með góðu skallamarki.

Kristinn Steindórsson fer hljótt um en gerir hlutina á miðsvæði FH afar vel, heldur vel í boltanum og skilar honum vel frá sér.

Steven Lennon, góðir hálsar. Var ný mættur til leiks þegar hann nelgdi boltanum í netið. Magnað mark, hans fyrsta í sumar. Hefur verið meiddur en endurkoma hans, styrkir FH mikið. Lagði svo upp sigurmarkið.

Mínus:

Vignir Jóhannesson, sem stendur nú vaktina í marki FH gerði sig sekan um hræðileg mistök í jöfnunarmarki Vals. Hann ætlaði að kýla boltann en hreinlega hitti ekki boltann.

Orri Sigurður Ómarsson braut afar klaufalega á sér í vítaspyrnunni sem FH fékk, bauð dómara leiksins upp í dans.

Varnarmenn FH fá bara sviðskrekk þegar föst leikatriði eiga sér stað. Svona var sagan síðasta sumar og hún heldur áfram.

Valur hefur á að skipa landsliðs bakverði, miðvörðum sem hafa sannað sig í deildinni og Bjarna Ólafi Eiríkssyni sem hefur verið besti vinstri bakvörður deildarinnar síðustu ár. Fyrir aftan þá er svo Hannes Þór Halldórsson, varnarleikur liðsins er samt í besta falli slakur. Barnaleg mistök, menn að horfa á boltann og fleira til.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Van Dijk verði að spila betur

Segir að Van Dijk verði að spila betur
433
Fyrir 12 klukkutímum

Hættur við að hætta: Skrifaði undir eins árs framlengingu

Hættur við að hætta: Skrifaði undir eins árs framlengingu
433
Fyrir 15 klukkutímum

Gerrard sagður hafa hafnað Derby

Gerrard sagður hafa hafnað Derby
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnleifur heimsækir gamlar slóðir: KR mætir Molde – Stjarnan til Eistlands

Gunnleifur heimsækir gamlar slóðir: KR mætir Molde – Stjarnan til Eistlands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mæting á Pepsi Max-deild karla með ágætum: Breiðablik í efsta sæti

Mæting á Pepsi Max-deild karla með ágætum: Breiðablik í efsta sæti
433
Fyrir 20 klukkutímum

United kemur ekki til greina en Chelsea er möguleiki

United kemur ekki til greina en Chelsea er möguleiki
433
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Liverpool að leita til Tottenham frekar en Griezmann

Segir Liverpool að leita til Tottenham frekar en Griezmann