fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
433

Helgi: Snýst ekki alltaf um fagurfræðina

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2019 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð ánægður með stigið sem sínir menn fengu gegn KR í kvöld.

Staðan var 1-0 fyrir KR þar til í blálokin en Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði þá metin fyrir gestina eftir hornspyrnu.

,,Þetta var gott stig en miðað við seinni hálfleikinn vorum við ofan á og fengum 2-3 færi rétt fyrir markið,“ sagði Helgi við Stöð 2 Sport.

,,Þetta lá í loftinu en ég skil gremju KR-inga, við fengum að finna fyrir þessu í síðasta leik.“

,,KR var klárlega betra liðið í fyrri hálfleik en við komum út í þeim seinni og settum pressu á þá og fórum hærra með liðið.“

,,Við breyttum í þriggja manna vörn og pressuðum sem gekk vel. Aðstæðurnar voru erfiðar en ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn.“

,,Ég sagði við strákana fyrir mót að þetta snerist ekki alltaf um fagurfræðina í byrjun, þetta snýst um að fá aukið sjálfstraust og við höfum sýnt það í allan vetur að við gefumst ekki upp.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Nefnir þá leikmenn sem þurfa að kveðja Liverpool

Nefnir þá leikmenn sem þurfa að kveðja Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gary Martin þakkar Val fyrir

Gary Martin þakkar Val fyrir
433
Í gær

Brandur gerir þriggja ára samning við FH

Brandur gerir þriggja ára samning við FH
433Sport
Í gær

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“