fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019
433

Víkingur fékk Ágúst frá Brondby – Þriggja ára samningur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík hefur samið við miðjumanninn Ágúst Eðvald Hlynsson en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Þessi 19 ára gamli leikmaður kemur til Víkings frá Brondbly í Danmörku þar sem hann lék með varaliði félagsins.

Ágúst gerir þriggja ára samning við Víkinga en hann er uppalinn hjá Blikum og lék fjóra aðalliðsleiki þar áður en hann hélt erlendis.

Fréttatilkynning Víkings: 

Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Ágúst Hlynsson um að leika með félaginu næstu þrjú árin.

Í dag náðist samkomulag við Brondby um félagaskipti miðjumannsins Ágústar Eðvalds Hlynssonar. Ágúst, sem er 19 ára gamall, er uppalinn í Breiðabliki þar sem hann lék fjóra leiki 16 ára gamall með aðalliði félagsins áður en hann var seldur til Norwich í Englandi.

Í Englandi lék Ágúst með yngri liðum og varaliði félagsins þar til hann var seldur til Brondby og hefur hann leikið með yngri og varaliðum danska félagsins undanfarin tvö ár. Ágúst á að baki 24 leiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa gert þriggja ára samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Van Persie velur þá sex bestu

Van Persie velur þá sex bestu
433
Fyrir 5 klukkutímum

Ludovit Reis til Barcelona

Ludovit Reis til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dregur sig úr landsliðshópnum eftir að faðir hans lést

Dregur sig úr landsliðshópnum eftir að faðir hans lést
433
Fyrir 8 klukkutímum

Sarri vill frekar vera rekinn í dag en eftir rúma viku

Sarri vill frekar vera rekinn í dag en eftir rúma viku
433
Fyrir 10 klukkutímum

City hafnar því að Guardiola sé að taka við Juventus

City hafnar því að Guardiola sé að taka við Juventus
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir klára færin sín best á Englandi: Toppsætið kemur á óvart

Þessir klára færin sín best á Englandi: Toppsætið kemur á óvart
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Harmleikur Sala: Skilaboð hans skömmu áður opinberuð – Þetta var eini valmöguleikinn

Harmleikur Sala: Skilaboð hans skömmu áður opinberuð – Þetta var eini valmöguleikinn
433Sport
Í gær

Sjáðu bolinn sem Aron Einar klæddist í læknisskoðun í Katar

Sjáðu bolinn sem Aron Einar klæddist í læknisskoðun í Katar