fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
433

Van Gaal tjáir sig aftur um Solskjær: Elskar að leggja rútunni

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, heldur áfram að tjá sig um sitt fyrrum félag og núverandi stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær.

Van Gaal tjáði sig í síðasta mánuði þar sem hann sagði að það væri lítill munur á Solskjær og Jose Mourinho.

Hollendingurinn ákvað svo að tjá sig enn frekar í dag og segir að Solskjær sé mikið fyrir það að ‘leggja rútunni’ varnarlega eins og það er kallað.

,,Ég sá að Ole hafði smá áhrif til að byrja með því United var í 9. sæti deildarinnar og það var ekkert að gerast,“ sagði Van Gaal.

,,Þeir voru ekki að spila fótbolta en ekki halda það að Ole sé hræddur við það að leggja rútunni – hann er varnarsinnaðari en þið haldið.“

,,Ég hef horft á liðið því ég fylgist alltaf með United og Ole lagði rútunni gegn Arsenal.“

,,Hann gerði það gegn Tottenham og svo á köflum gegn Paris Saint-Germain og Barcelona í Meistaradeildinni.“

,,Hann spilar svona gegn öllum stórliðunum. Hann einbeitir sér meira að því að verjast en að sækja, að stjórna leikjum.“

,,Ég kalla það að leggja rútunni. Hann leggur rútunni fyrir framan markmanninn.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Marcelo tók áhættu: Segir að þessi sé betri en Hazard

Marcelo tók áhættu: Segir að þessi sé betri en Hazard
433
Fyrir 15 klukkutímum

Neymar gefur í skyn að hann vilji spila með þeim besta

Neymar gefur í skyn að hann vilji spila með þeim besta
433
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu betur gegn Everton í baráttunni um Everton

Höfðu betur gegn Everton í baráttunni um Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Ronaldo hafi ekki haft nein áhrif – Þetta sagði hann eftir úrslitaleikinn

Segir að Ronaldo hafi ekki haft nein áhrif – Þetta sagði hann eftir úrslitaleikinn
433
Í gær

Klopp verður áfram með einu skilyrði: ,,Sjáum hversu lengi það endist“

Klopp verður áfram með einu skilyrði: ,,Sjáum hversu lengi það endist“
433
Í gær

Mendy er ennþá meiddur og verður ekki klár – Tækifæri fyrir nýja manninn?

Mendy er ennþá meiddur og verður ekki klár – Tækifæri fyrir nýja manninn?