fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Kelsey Wys í Selfoss

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska markvörðinn Kelsey Wys um að leika með liði félagsins í Pepsi Max deild kvenna í sumar.

Selfoss hafði áður framlengt samning markvarðarins Caitlyn Clem til tveggja ára en hún meiddist illa í sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum í vetur og mun ekki leika knattspyrnu í sumar.

Wys er reyndur markvörður, 28 ára gömul, en hún kemur til Selfoss frá Washington Spirit í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá háskólaliði FSU áður en hún var valin átjánda í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildarinnar til Western New York Flash árið 2014.

Wys hefur verið á mála hjá Washington Spirit frá árinu 2015 en árið 2016 var hún lánuð til Newcastle Jets í Ástralíu þar sem hún meiddist í þriðja leik. Hún sneri aftur inn á völlinn í æfingaleikjum hjá Washington Spirit á síðasta ári.

Wys hefur leikið með flestum yngri landsliðum Bandaríkjanna, síðast með U23 ára liðinu árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton