fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Scholes útskýrir af hverju hann sagði upp eftir mánuð: ,,Er ekki heimskur og veit hvað þeir reyndu að gera“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur opnað sig um erfiða tíma sem knattspyrnustjóri Oldham Athletic.

Scholes var ráðinn stjóri Oldham fyrr á þessu tímabili en entist aðeins einn mánuð í starfi.

Scholes sagði upp eftir fjórar vikur en stjórn félagsins var byrjuð að blanda sér of mikið í það hvernig hann vildi stilla upp liðinu.

Þetta var fyrsta þjálfarastarf Scholes sem er nú byrjaður að starfa á ný fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport.

,,Ég hef heyrt margar sögur af því að fólk hafi verið að blanda sér í málin og fyrstu þrjár vikurnar var eitthvað af því,“ sagði Scholes.

,,Þeir sögðu ekki ‘skildu hann eftir, hann getur ekki spilað, ekki spila þessum, spilaðu þeim sem ég segi’, það var ekkert þannig fyrstu þrjár vikurnar.“

,,Það var sumt gefið í skyn auðvitað en ég er ekki nógu heimskur til að fatta ekki hvað þeir voru að reyna að gera.“

,,Síðustu vikurnar komu upp nokkur vandamál með nokkra leikmenn. Reynslumiklir leikmenn sem mér fannst fá ósanngjarna meðferð frá félaginu.“

,,Ég þurfti ekki á því að halda. Mér líkaði vel við leikmennina og fann fyrir virðingu, ég hefði gert hvað sem er fyrir þá.“

,,En um leið og það er sagt við mig að ég megi ekki spila hinum og þessum.. Þá er kominn tími fyrir mig að fara.“

,,Það gerðist bara einu sinni en það var alveg nóg. Það var ýmislegt gefið í skyn en það fór ekki lengra en þetta.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega
433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Stórleikur á Hlíðarenda – Bikarmeistararnir til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Stórleikur á Hlíðarenda – Bikarmeistararnir til Eyja
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid til í að lána Bale ef ekkert félag vill kaupa hann

Real Madrid til í að lána Bale ef ekkert félag vill kaupa hann
433
Fyrir 10 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?