fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Klopp: Ég var fyrstur til að sjá markið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með sína menn í ag eftir 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool spilaði fínasta leik á Anfield og tryggði sér um leið toppsætið og er tveimur stigum á undan Manchester City sem á þó leik til góða.

Klopp hrósaði sínum mönnum eftir leik og talaði sérstaklega um draumamark Mohamed Salah í seinni hálfleik.

,,Við stjórnuðum þessum leik í 80 mínútur sem er stórt gegn Chelsea. Þetta var frábær frammistaða og andrúmsloftið var jafnvel betra,“ sagði Klopp.

,,Það koma þessir dagar þar sem allt smellur frá byrjun og það var þannig í dag. Fótboltalega séð vorum við í góðum málum á miðjunni.“

,,Markið hjá Salah var stórkostlegt. Ég var í beinni sjónlínu við boltann og sá þetta fyrstur. Hann kláraði þetta á magnaðan hátt.“

,,Fyrsta markið var líka æðislegt – það minnti mig strax á sigurmarkið í 4-3 leik gegn Dortmund.“

,,Það var svipuð staða, frábær fyrirgjöf á fjærstöngina, góður skalli og frábært spil. Þetta var bara Jordan Henderson frekar en James Milner og Sadio Mane frekar en Dejan Lovren.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega
433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Stórleikur á Hlíðarenda – Bikarmeistararnir til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Stórleikur á Hlíðarenda – Bikarmeistararnir til Eyja
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid til í að lána Bale ef ekkert félag vill kaupa hann

Real Madrid til í að lána Bale ef ekkert félag vill kaupa hann
433
Fyrir 11 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?