fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Íslendingar í Evrópu: Aron skoraði í sigri – Alfreð og félagar í stuði

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í Evrópu í dag og fengum við einnig íslenskt mark.

Alfreð Finnbogason lék með liði Augsburg sem vann frábæran sigur í Þýskalandi. Albert komst þó ekki á blað í 3-1 útisigri á Frankfurt.

Í Rússlandi spiluðu bæði Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson í 2-1 sigri Rostov á Spartak Moskvu.

Arnór Ingvi Traustason lék með liði Malmö í Svíþjóð sem vann 2-0 heimasigur á Östersunds en þetta var fyrsti sigur Malmö á tímabilinu.

Íslenska mark dagsins kom í næst efstu deild Noregs þar sem Start vann 2-1 sigur á Raufoss. Aron Sigurðarson skoraði fyrra mark Start í sigrinum.

Kristján Flóki Finnbogason lék einnig með Start en var tekinn af velli eftir 57 mínútur.

Í Grikklandi fór fram Íslendingaslagur er Larissa og PAOK áttust við. Ögmundur Kristinsson lék í marki Larissa í 1-1 jafntefli en Sverrir Ingi Ingason kom ekki við sögu hjá gestunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433
Fyrir 10 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?