fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Aron gerði þriggja ára samning við Blika

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Bjarnason hefur krotað undir nýjan samning við lið Breiðablik í Pepsi Max deildinni.

Þetta staðfesti félagið í dag en Aron gerði þriggja ára samning og er samningsbundinn til 2022.

Þessi 23 ára gamli leikmaður mun án efa spila stórt hlutverk í sumar en nú styttist í að deildarkeppnin fari af stað á ný.

Tilkynning Breiðabliks:

Framherjinn knái Aron Bjarnason hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Aron sem er 23 ára gamall hefur spilað 61 leik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 14 mörk. Hann hefur einnig leikið með Þrótti, ÍBV og Fram á ferlinum.

Aron kom til Breiðabliks frá ÍBV árið 2017 og hefur verið mikilvægur hlekkur í sóknarleik Blikaliðsins frá þeim tíma.

Aron hefur tekið stöðugum framförum síðan hann kom og hefur verið nær óstöðvandi á undirbúningstímabilinu. Hann mun án efa koma gríðarlega sterkur til leiks í Pepsi Max deildina.

Við Blikar fögnum þessum frábæru tíðindum. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum öfluga kantmanni á komandi tímabili

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433
Fyrir 10 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?