fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
433

Berglind með tvö í sigri í Asíu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 6. apríl 2019 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið kvenna vann góðan 3-2 sigur gegn Suður Kóreu í fyrri vináttuleik liðanna af tveimur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk og Rakel Hönnudóttir eitt.

Berglind Björg skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu og bætti öðru við rúmlega tíu mínútum síðar. Ísland leiddi því 2-0 í hálfleik.

Suður Kórea minnkaði muninn á 53. mínútu og jafnaði síðan þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Það var hins vegar Rakel Hönnudóttir sem skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma og 3-2 sigur Íslands því staðreynd.

Liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn og hefst sá leikur kl. 07:45.

Byrjunarlið Íslands

Sandra Sigurðardóttir (M)

Ásta Eir Árnadóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Anna Rakel Pétursdóttir

Andrea Rán Hauksdóttir

Sigríður Lára Garðarsdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (F)

Fanndís Friðriksdóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Nefnir þá leikmenn sem þurfa að kveðja Liverpool

Nefnir þá leikmenn sem þurfa að kveðja Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gary Martin þakkar Val fyrir

Gary Martin þakkar Val fyrir
433
Í gær

Brandur gerir þriggja ára samning við FH

Brandur gerir þriggja ára samning við FH
433Sport
Í gær

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“