fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

Alfreð: Minnti á Egilshöll í gamla daga

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. mars 2019 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason gat brosað í kvöld eftir sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM.

Alfreð byrjaði leikinn hjá íslenska liðinu í kvöld og sá liðið vinna góðan 2-0 útisigur í fyrsta leik.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir strákana en um var að ræða fyrsta leikinn í undankeppninni.

,,Það er nákvæmlega orðið, skyldusigur. Við gerðum þetta fagmannlega og það hjálpaði mikið að við höfum skorað í fyrri hálfleik,“ sagði Alfreð.

,,Þetta var enginn leikur sem fer í sögubækurnar hjá íslenskri knattspyrnu en gríðarlega mikilvægt að fá þrjú stig og vera búnir að koma hingað.“

,,Markmiðið fyrir leikinn var að slökkva í því [sigurlausu gengi] og fá aftur sigurbraginn. Það var virkilega gott að komast inn í klefa og geta fagnað sigri.“

,,Auðvitað er smá ótti um það að meiðast þegar mannskapurinn er staddur eins og hann er en þetta var ekki versta gervigras sem maður hefur komið á.“

,,Þetta minnti svolítið á Egilshöll í gamla daga, það voru nokkrar æfingar þar á fyrsta grasinu þar svo við erum vanir því. Það var gríðarlega erfitt að meta oft hvar boltinn myndi detta.“

,,Það var erfitt að láta boltann ganga eins fljótt og við vildum en í heildina var þetta eins leikmynd og við vorum að búast við.“

,,Leikurinn gegn Frakklandi verður snúinn. Þeir verða meira með boltann en við þekkjum að spila gegn þeim, það gekk mjög vel fyrir nokkrum mánuðum.“

,,Ég held að það hafi ekki farið eins mikil orka í leikinn í dag svo við verðum að vera ferskir fyrir leikinn á mánudaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Í gær

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði