fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Ronaldo sá sem hjálpaði mest: ,,Ég heyrði að hann væri sjálfselskur“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, er alls ekki sjálfselsk manneskja segir fyrrum samherji hans hjá Manchester United, Fabio da Silva.

Fabio kom til United ásamt bróður sínum Rafael árið 2008 er Ronaldo var skærasta stjarna Rauðu Djöflanna.

Hann segir að Ronaldo hafi hjálpað sér mikið á Old Trafford en Fabio leikur í dag fyrir Nantes í Frakklandi.

,,Sumir leikmenn voru ótrúlega vinalegir við okkur, eins og Darren Fletcher,“ sagði Fabio við ESPN.

,,Hann hjálpaði okkur mikið og við erum enn vinir. Rio Ferdinand og Cristiano, sem talaði portúgölsku, hjálpuðu okkur mikið. Við kunnum ekki eitt orð í ensku.“

,,Ég heyrði það að Cristiano væri sjálfselskur en hann hætti ekki að gefa okkur ráð bæði innan sem utan vallar.“

,,Ég spilaði minn fyrsta leik gegn Tottenham og var við hlið hans. Cristiano sagði mér að taka engar áhættur á okkar vallarhelmingi því að hann gæti kannski ekki komið til baka og hjálpað.“

,,Hann sagði að ég gæti gert hvað sem er á þeirra vallarhelmingi. Mér leið svo vel eftir stuðning Cristiano.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433
Fyrir 10 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?