fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Þórarinn fær ekki lengra bann fyrir fordómafull ummæli

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aganefnd KSÍ kom saman síðdegis í dag og fjallaði þar um mál Þórarinns Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar.

Þórarinn Ingi hefur beðist afsökunar á fordómafullum ummælum sem hann lét falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnurnar og Leiknis um helgina. Aganefndin hefur ákveðið að dæma Þórarinn í aðeins eins leiks bann.

Þórarinn lét niðrandi ummæli falla um andlega heilsu Ingólfs sem vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann steig fram og ræddi opinskátt um baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi enn hann hefur lengi glímt við kvíðaröskun. Ingólfur þótti mikið efni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnusviðinu.

Í leiknum nú um helgina missti Þórarinn eins og áður segir stjórn á sér. Sagði Þórarinn að Ingólfur ætti að hugsa um andlega heilsu sína og mun hafa uppnefnt hann í kjölfarið með vísun í veikindi hans. Heyrði dómari leiksins hvað Þórarinn sagði og var umsvifalaust vísað af velli.

Þórarinn sendi í dag frá sér stutta yfirlýsingu á Facebook þar sem hann greindi frá því að hann hefði misst stjórn á skapi sínu. Þórarinn sagði:

… lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli. Orð sem eru mér ekki sæmandi. Ég fékk verðskuldað rautt spjald. Strax eftir leik talaði ég við viðkomandi aðila og baðst afsökunar á því. Fyrir mér lauk málinu þar og við skildum sáttir.“

Aganefnd KSÍ hefur nú farið yfir mál leikmannsins og fær hann ekki lengri refsingu fyrir hegðun sína.

Þórarinn mun því aðeins fara í eins leiks bann eins og venjan er og fær ekki harðari refsingu en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn

Byrjunarlið Watford og Southampton – Long kemur inn
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433
Fyrir 10 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?