fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433

Fær óvænt tækifæri með spænska landsliðinu: ,,Ég var hættur að hugsa um landsliðið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Canales, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur verið valinn í spænska landsliðshópinn.

Canales er 28 ára gamall miðjumaður en hann var talinn mikið undrabarn á sínum tíma og var keyptur til Real árið 2010.

Þar gekk lítið upp og var Canales svo seldur til Valencia árið 2012 þar sem hann spilaði 32 leiki.

Canales stoppaði hjá Valencia í tvö ár og samdi svo við Real Sociedad og síðar Real Betis.

Hann hefur verið frábær fyrir Betis á þessu tímabili og var óvænt kallaður í spænska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni í undankeppni EM.

,,Ég var hættur að hugsa um landsliðið. Mig langaði alltaf að komast í aðalliðið eftir að hafa spilað með yngri liðunum,“ sagði Canales.

,,Það komu tímar þar sem mér fannst þetta ekki vera markmiðið lengur og aðrir fengu tækifæri fram yfir mig.“

,,Ég mun gefa 200 prósent í þetta verkefni. Það er magnað að fá loksins að njóta þess að vera hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega
433
Fyrir 4 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Stórleikur á Hlíðarenda – Bikarmeistararnir til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Stórleikur á Hlíðarenda – Bikarmeistararnir til Eyja
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City

Þetta eru stuðningsmenn United að segja við leikmenn City
433
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid til í að lána Bale ef ekkert félag vill kaupa hann

Real Madrid til í að lána Bale ef ekkert félag vill kaupa hann
433
Fyrir 11 klukkutímum

KA að semja við Jajalo

KA að semja við Jajalo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?