fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Ef Zlatan réði hjá United þá væri ekki talað um Ferguson

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er úr leik í enska bikarnum eftir leik við Wolves á útivelli um helgina. Lið United tapaði þar öðrum leiknum í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum keppninnar en Wolves hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.

Solskjær var óhress eftir leik enda var þetta besti möguleiki hans á að vinna titil á þessu tímabili, nú er aðeins Meistaradeildin sem er í boði. Þar mætir liðið Barcelona í átta liða úrslitum, verkefnið er því erfitt.

Zlatan Ibrahimovic, fyrrum framherji félagsins er á því að United verði að sleppa takinu af Sir Alex Ferguson, hann hafi of mikil áhrif á allt í dag.

,,Allt sem gerist í dag er borið saman við tíma Ferguson,“ sagði Zlatan en United hefur ekki náð flugi eftir að Ferguson hætti árið 2013.

,,Þeir tala um ef Ferguson væri hérna, þá hefði þetta ekki gerst. Ferguson myndi ekki gera hlutina svona. Það snýst allt um Ferguson.“

,,Ef ég réði, þá væri ekki talað um Ferguson meira. Ég myndi tala um að skapa mína eigin sögu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum