fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
433

Sá besti sem Van Persie fylgdist með: ,,Hann horfði í kringum sig þúsund sinnum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal spilaði með mörgum frábærum leikmönnum á ferlinum.

Van Persie lék lengst með Arsenal á ferli sínum en samdi síðar við United þar sem hann vann enska titilinn.

Hans uppáhalds miðjumaður lék þó ekki með þeim liðum en hann nefnir Frank Lampard sem besta miðjumann sem hann hefur fylgst með.

Lampard er frægastur fyrir að hafa spilað með Chelsea á Englandi þar sem hann vann allt mögulegt.

,,Það var eitthvað magnað við hvernig Frank Lampard vann sína vinnu á vellinum,“ sagði Van Persie.

,,Að mínu mati, til að vera frábær leikmaður þá þarftu að sjá hlutina fljótt og lesa hlutina áður en aðrir gera það.“

,,Luka Modric er frábær í að gera akkúrat það en Frank var sá besti. Ég heyrði einu sinni að sumir þjálfarar hafi horft á 90 mínútur með Frank og hann horfði í kringum sig þúsund sinnum.“

,,Ég hlustaði á það og ákvað að koma því í minn eigin leik. Flestir leikmenn þurfa tíma til að ná stjórn á boltanum þegar þeir fá hann.“

,,Hausinn fer niður í sekúndu og svo er hann kominn upp aftur, á þeirri stundu þá taparðu tveimur mikilvægum sekúndum þegar kemur að ákvarðanatöku.“

,,Þegar þú spilar gegn heimsklassa leikmönnum þá færðu ekki þannig tíma. Þú þarft að vera í takt við leikinn. Þannig kemurðu andstæðingum á óvart.“

,,Þessa dagana þá spila ég oft sem tía á miðjunni sem þýðir að ég er með þrjá sóknarmenn fyrir framan mig.“

,,Ég hef lagt upp mörk fyrir þá með því að koma boltanum strax í leik. Það er mikilvægt að sjá allan völlinn.“

,,Staðan sem þú ert í er alltaf að breytast. Frank Lampard myndi horfa upp þúsund sinnum. Það er mjög þreytandi en þú ert með þessa mynd í hausnum á þér og getur spilað boltanum strax. Það er svo mikilvægt.“

,,Lampard gerði þetta alltaf og ég sá einu sinni Zinedine Zidane spila fullkominn leik.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 20 klukkutímum

Munu nota 41 árs gamlan framherja á næstu leiktíð

Munu nota 41 árs gamlan framherja á næstu leiktíð
433
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem tekur við Brighton

Þetta er maðurinn sem tekur við Brighton
433
Fyrir 23 klukkutímum

Nýliðarnir í Evrópudeildina í fyrsta sinn í 30 ár

Nýliðarnir í Evrópudeildina í fyrsta sinn í 30 ár
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hermann var skíthræddur við Pétur Jóhann: Las yfir Eiði Smára – ,,Spurðu hann hvað hann kallaði mig í partýinu“

Hermann var skíthræddur við Pétur Jóhann: Las yfir Eiði Smára – ,,Spurðu hann hvað hann kallaði mig í partýinu“
433
Í gær

Segir að Óskar Örn sé brotinn

Segir að Óskar Örn sé brotinn
433
Í gær

Bayern er þýskur meistari sjöunda árið í röð

Bayern er þýskur meistari sjöunda árið í röð