fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Hamren gefur upp hver er fyrsti kosturinn í mark landsliðsins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 13:40

Frá Messi í Pepsi deildina?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands hefur valið hóp sinn fyrir fyrsta verkefni liðsins í undankeppni EM. Liðið mætir Andorra á föstudag í næst viku og þremur dögum síðar er leikur við Heimsmeistara Frakka, í París.

Hamren á eftir að vinna sinn fyrsta leik í starfi en hann tók við síðasta haust. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson og fleiri leikmenn eru frá vegna meiðsla.

Alfreð Finnbogason er í hópnum en ef hann spilar ekki með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgna, er óvíst með þáttöku hans. Alfreð hefur ekki spilað vegna meiðsla síðustu vikur.

Erik Hamren var spurður um það hver væri markvörður númer eitt en liðið er með Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmund Kristinsson.

Hannes hefur átt stöðuna síðustu ár en hefur lítið spilað með félagsliði sínu Qarabag og gæti verið að semja við Val.

,,Við erum með þrjá góða markmenn, Hannes og Alex hafa skipt á milli sín leikjum,“ sagði Hamren en lét svo í ljós hver er hans fyrsti kostur.

,,Hannes er númer eitt. Við erum með tvo góða markmenn svo með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United