fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433

Telur að Arsenal geti farið alla leið

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að liðið geti farið alla leið í Evrópudeildinni og unnið keppnina.

Arsenal spilar við Rennes á morgun á Emirates en liðið tapaði fyrri leiknum 3-1 í Frakklandi.

Pires hefur þó enn trú á að liðið geti snúið einvíginu við og unnið keppnina undir stjórn Unai Emery.

,,Ég er fullur sjálfstrausts eins og allir leikmennirnir. Þeir og Unai Emery vita að spilamennskan gegn Rennes var slæm en svona er fótboltinn,“ sagði Pires.

,,Kannski er það því Rennes spilaði vel. Andrúmsloftið var gott og stuðningsmennirnir settu pressu á þá.“

,,Því miður fékk Sokratis rautt spjald en við fáum annan séns á Emirates. Það er skrítið en eftir sigurinn á Manchester United þá hef ég góða tilfinningu.“

,,Það getur allt gerst því þegar Arsenal spilar á heimavelli geta þeir unnið hvaða lið sem er.“

,,Emery er að gera vel því þeir eru í topp fjórum og ég held að þeir geti komist í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð.“

,,Ég held að þeir geti unnið Evrópudeildina því hann vann keppnina þrisvar með Sevilla. Hann er með mikla reynslu og það eru gæði í þessum hóp.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu
433
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig töpuðu þeir þessum leik? – Stórfurðuleg úrslit í Suður-Ameríku

Hvernig töpuðu þeir þessum leik? – Stórfurðuleg úrslit í Suður-Ameríku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“
433
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur Alvar dæmir í undankeppni EM

Vilhjálmur Alvar dæmir í undankeppni EM
433
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð
433
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný, Sara og Margrét Lára ekki í landsliðinu: Fanndís snýr aftur

Dagný, Sara og Margrét Lára ekki í landsliðinu: Fanndís snýr aftur