fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433

Pochettino sagði sama hlutinn endalaust og hegðun hans var ógnandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham var dæmdur í tveggja leikja bann í síðustu viku. Ástæðan var hegðun hans eftir tap gegn Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.

Mike Dean, dómari leiksins fékk að heyra það frá Pochettino og það ítrekað en stjórinn lét vel í sér heyra.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú birt gögn með dómnum og þar kemur ítarlega fram hvernig Pochettino hagaði sér.

,,Hr. Pochettino hagaði sér ekki eðilega og var ógnandi, hann sagði endalaust ´Þú veist hvað þú ert, þú veist hvað þú ert´. Ég bað hann um að útskýra orð sinn en hann sagði endalaust ´Þú veist hvað þú ert´,“ sagði Mike Dean, í skýrslu sinni.

,,Ég bað hann svo ítrekað að fara burt, hið minnsta tíu sinnum og hann vildi ekki yfirgefa mitt persónulega svæði. Hann var svo með ógnandi bendingar rétt við andlit mitt og sagði ´Þú veist hvað þú ert´.“

,,Hr. Pochettino yfirgaf svo völlinn en þegar ég kom inn í leikmannagöngin þá beið hann þar eftir mér og sagði aftur ´Þú veist hvað þú ert´. Það var að draga hann inn í klefa af öryggisvörðum Burnley.“

Pochettino tók út fyrri leikinn í banninu í tapi gegn Southampton en síðari leikurinn er 31 mars gegn Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?