fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433

Sungu nafn Mourinho eftir niðurlægingu gærdagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við hollenska stórveldið Ajax í gær.

Seinni leikur liðanna fór fram í gær í Madrid en Real vann fyrri leikinn 2-1 á Amsterdam Arena.

Liðið var því í góðri stöðu fyrir leik gærdagsins eftir að hafa skorað tvö mörk á útivelli.

Ajax hafði þó engan áhuga á að kveðja svo snemma og gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur á Santiago Bernabeu. Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Southampton, átti stórleik og lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í sigrinum.

Stuðningsmenn Real Madrid vilja að Santiago Solari verði rekinn úr starfi sem þjálfari í hvelli, þeir sungu nafn Jose Mourinho eftir leik.

Mourinho er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember, hann gæti tekið aftur við Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu
433
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig töpuðu þeir þessum leik? – Stórfurðuleg úrslit í Suður-Ameríku

Hvernig töpuðu þeir þessum leik? – Stórfurðuleg úrslit í Suður-Ameríku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“
433
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur Alvar dæmir í undankeppni EM

Vilhjálmur Alvar dæmir í undankeppni EM
433
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð
433
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný, Sara og Margrét Lára ekki í landsliðinu: Fanndís snýr aftur

Dagný, Sara og Margrét Lára ekki í landsliðinu: Fanndís snýr aftur