fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433

Bjarni Ólafur að hætta við að hætta? – Byrjaður að æfa aftur með Val

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bendir margt til þess að Bjarni Ólafur Eiríksson muni spila með Val í sumar. Hann hefur hafið æfingar með liðinu á nýjan leik.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals staðfesti þetta í samtali við 433.is. Sigurbjörn verður gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar sem fer í loftið á morgun.

Bjarni hefur verið að íhuga að hætta í fótbolta en nú stefnir allt í að hann verði með Val í sumar, Bjarni hefur mætt á æfingar síðustu daga en hann hafði ekkert æft með liðinu frá síðasta hausti.

Bjarni hefur verið einn besti leikmaður Pepsi deildarinnar frá því að hann snéri heim úr atvinnumensku árið 2013.

Hann hefur hjálpað Val að vinna tvo bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á þeim árum. Bjarni verður 37 ára á þessu ári.

Bjarni lék 21 A-landsleik fyrir Ísland á ferli sínum en hann lék mest í tíð Ólafs Jóhannessonar sem nú er þjálfari Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu
433
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig töpuðu þeir þessum leik? – Stórfurðuleg úrslit í Suður-Ameríku

Hvernig töpuðu þeir þessum leik? – Stórfurðuleg úrslit í Suður-Ameríku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“
433
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur Alvar dæmir í undankeppni EM

Vilhjálmur Alvar dæmir í undankeppni EM
433
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð
433
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný, Sara og Margrét Lára ekki í landsliðinu: Fanndís snýr aftur

Dagný, Sara og Margrét Lára ekki í landsliðinu: Fanndís snýr aftur