fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Hvetur Wenger áfram: ,,Yrði frábær fyrir Chelsea“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, gæti farið til Chelsea og reddað málunum þar að mati David Seaman, fyrrum markmanni liðsins.

Maurizio Sarri gæti fengið sparkið hjá Chelsea á næstunni og gæti verið laust starf hjá félaginu.

Wenger stýrði liði Arsenal í 22 ár áður en hann var rekinn frá félaginu síðasta sumar.

,,Arsene sagði að hann myndi aldrei snúa aftur í úrvalsdeildina því það væri ekki rétt að keppa við Arsenal,“ sagði Seaman.

,,En augljóslega þá held ég að tíminn sé gott meðal og hann gæti hugsað með sér að hann vilji snúa aftur og sanna að fólk hafi haft rangt fyrir sér.“

,,Að mínu mati þá fékk Arsene mikla gagnrýni sem hann átti ekki skilið síðustu árin þarna.“

,,Það er útlit fyrir það að starfið hjá Chelsea verði laust en það veltur á næstu þremur leikjunum.“

,,Hann yrði frábær þar, held ég. Hann yrði frábær hvar sem er því hann er magnaður stjóri.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Undankeppni EM: Þýskur sigur í frábærum leik í Hollandi – Belgía vann

Undankeppni EM: Þýskur sigur í frábærum leik í Hollandi – Belgía vann
433
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verða úrslit Meistaradeildarinnar að mati Mourinho

Svona verða úrslit Meistaradeildarinnar að mati Mourinho
433
Fyrir 16 klukkutímum

Maradona brjálaður eftir tapið: ,,Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni“

Maradona brjálaður eftir tapið: ,,Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skær stjarna Frakklands dáist af Gylfa: ,,Frábær persóna og leikmaður“

Skær stjarna Frakklands dáist af Gylfa: ,,Frábær persóna og leikmaður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland
433
Fyrir 20 klukkutímum

Kingsley Coman ekki með gegn Íslandi

Kingsley Coman ekki með gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM